top of page

mitt salt í þínu tári

 

heimski akurbóndinn

 

hvaða bóndi vökvar akur sinn

með einni bunu sem beint er á lítinn blett?

 

þar sem restin gerir sér úðan að góðu?

 

svo heimskan akurbónda er hvergi að finna

 

sem deilir vatninu eins og veröldin auðinum

 

og því er hvergi að finna jafn illa hirtan akur

og heiminn

 

jafn vænlegan fyrir villtustu illgresi

jafn vænlegan fyrir þurrka

jafn vænlegan fyrir flóð

jafn vænlegan fyrir ofvöxt

jafn vænlegan fyrir eyðimörk

jafn vænlegan fyrir skort

jafn vænlegan fyrir heimskulegt hjal og hégóma

sem halda augum okkar negldum á naflanum

jafn vænlegan fyrir kraftaverk sem aldrei gerist

því þessi akfeiti úlfaldi fer aldrei í gegnum nálaraugað

© 2023 by EDUARD MILLER. Proudly created with Wix.com

  • w-facebook
  • Twitter Clean
  • w-youtube
bottom of page