
Hver er ég?
Ég sleit barnskónum og jafnvel fermingafötunum vestur á Bíldudal en hef síðan þá reynt að finna mína fjöl á suðvestur horni Íslands, í Aþenu og víða um Spán. Ég hef ort lengur en ég kæri mig um að muna. Ættmenni og vinir hafa tvisvar fengið að kenna á þeirri áráttu en það var þegar ég gaf út ljóðabókina Hálfdán (1995) og Veður út af engu (2008). Hef ég meira að segja gerst svo óskammfeilinn að yrkja á tungu Hómers (ekki þessa úr Simpson þáttunum) það er að segja grísku og svo á spænsku. Fréttablaðið hefur verið mitt annað heimili hér á Íslandi allt frá árinu 2005. Þar hef ég lagt til ýmsar greinar og yfir hundrað bakþanka auk annarra pistla.
Við Elfar Logi Hannesson gáfum út bók um æskuár okkar á Bíldudal, Bíldudals bingó, árið 2015. Árið 2017 kom út skáldsaga mín Tvíflautan hjá Sölku en hana byggi ég á fimm ára veru minni í Aþenu. Á Spáni hefur forlagið Nazarí gefið út eftir mig skáldsöguna El náufrago afortunado sem byggi ár bernskuárunum á Bíldudal. Hef ég kynnt hana um Andalúsíu þvera og endilanga í bókabúðum, skólum og menningarsetrum. Nú vinn ég að bók um Íslendingasögurnar fyrir Spánverja og skáldsögum á spænsku og annari á islensku. Þar verður erótíkin í fyrirrúmi.


