
Bækur eftir Jón Sigurð
Skáldsögur

Ungur Vestfirðingur ákveður að freista gæfunnar á suðrænum slóðum og heldur til Grikklands. Hann ræður sig í vinnu á veitingastað sem reynist öllu heldur vera menningarsetur þar sem fjölskrúðugar og litríkar persónur fylla hvern krók og kima. Grískar dívur, ástríðufullir tónlistarmenn, drykkfelldir samstarfsmenn og ráðríkir Grikkir koma æðandi inn í líf hins óharðnaða Íslendings og útkoman getur ekki orðið önnur en hlægilegur hellenskur harmleikur.
Tvíflautan byggir á fimm ára dvöl höfundar í Aþenu og er skáldleg frásögn af lífinu á framandi slóðum. Tvíflautan er saga af ást, heimspeki, tónlist og tímabæru andláti hégómans.
Tvíflautan er fyrsta skáldsaga Jóns Sigurðar

Höfundar: Elfar Logi Hannesson, Jón Sigurður Eyjólfsson
Bíldudalsbingó er uppfull af sprenghlægilegum uppvaxtarsögum þeirra Elfars Loga Hannessonar og Jóns Sigurðar Eyjólfssonar frá Bíldudal á níunda áratugnum.
Þær koma uppá yfirborðið þegar mannfræðingur einn rannsakar þá fóstbræður en vísindasamfélagið vill kynna sér heilkenni nokkurt sem algengt er þar í þorpinu og veldur því að fólk vex ekki uppúr barnaskap sínum. Það gengur ýmislegt á við rannsóknina og hinn margfróði Gúgúl blandar sér í hana og einnig sálarflækjur mannfræðingsins sjálfs.
Svo byrjar brölt þeirra fóstbræðra við hitt kynið, svo þó að mest fari fyrir gáska þá má einnig finna sársauka í þessari bók sem og spurninga svo djúpra að jafnvel Gúgúl nær ekki að svara þeim.
Ljóðabækur


Veður útaf engu
Hálfán
Skáldsaga á spænsku

