top of page

það er þetta sem ég á við

 

ég tala aldrei um náttúruna

þannig að ef þú heyrir mig minnast á fjörðinn minn

hafið

fjöllin

dalinn

eða möndlutré í blóma

þá á ég við eitthvað annað

ég tala aldrei um fólk

þannig að ef þú heyrir mig tala um dætur mínar

konuna mína

foreldra

systur

ættingja

vini

stórskáld eða bítlana

þá á ég við eitthvað annað

ég tala aldrei um konur

þannig að ef þú heyrir mig minnast á konuna mína

brjóstin hennar

fornar ástir

bros á baugalín

kvenmannsrödd sem lætur hné mín skjálfa

þá á ég við eitthvað annað

nú hvað á ég við?

þetta sem þú svíkur þegar þú hatar

þetta sem þú bænheyrir þegar þú elskar

þetta

og aðeins þetta

© 2023 by EDUARD MILLER. Proudly created with Wix.com

  • w-facebook
  • Twitter Clean
  • w-youtube
bottom of page