top of page

ég leita ekki lengur að guði

 

ég leita ekki lengur að guði

ég legg ekki lengur mín nýju net á hafið sem geyma fótspor sonarins

né ráfa ég eftir hófaförum andskotans

 

ég tek upp tóm netin

örmagnaður af guðdómlegum afla

             á heimstíminu hugsa ég:   

 

en hver vill svo sem finna þennan guð?

sem tók heyrnina hans Beethovens

sjónina hans Borgés

látum vera hefði hann tekið kvenhylli Kasanovas

eða böllinn hans Bogatsa

eða gert svo gott að taka illskuna hans Idi Amins


nei, hann tók tóninn af tónskáldinu 

og bókina af barninu við bókaskápinn

eigir þú mikið tekur hann það sem mest er um vert

eigir þú lítið leggur hann þig í einelti

já, þessi guð

sem féll í faginu sem hann kennir þér

ég geri ekki lengri reikningsskil

guð hefur mikla ástæðu til að vera týndur

og ég litla ástæðu til að finna hann

nú geri ég út á fegurðina

sem gefur sig fram en felur sig ekki

gefur hér og nú en lofar engu um næsta líf

né næsta dag

tekur aðeins athyglina

en gefur allt sem guð lofaði

© 2023 by EDUARD MILLER. Proudly created with Wix.com

  • w-facebook
  • Twitter Clean
  • w-youtube
bottom of page