top of page

Pessoa: Óróabókin
Úr færslu 218
Ég hef tilhneigingu til að lifa sífellt í draumi, vegna þess að ég þrái ekkert frekar en að vera áhorfandi að eigin lífi og ég verð að tryggja mér bestu sýninguna. Þannig skálda ég líf mitt, með gulli og silki, í hugbúnum sölum, á upplognum gólfum, á gömlu sviði, í tilbúnum draumi um leiki í daufu ljósi og tónlist sem enginn nemur.
Úr færslu 193
Lífið stórskaðar tjáninguna á sjálfu sér. Ef ég upplifði einhvern tímann sanna ást, gæti ég aldrei sagt frá því.
bottom of page