top of page

Ljóð eftir Pessoa

Vagninn fór um veginn og fram á leið

Vagninn fór um veginn og fram á leið,

og vegurinn skánaði hvorki né versnaði fyrir vikið.

Svona eru mannanna verk í þessum heimi.

Við komum tómhent og hverfum tómhent í algleymið.

Og alltaf kemur sólin jafn áreiðanleg með fangið fullt.

 

Þetta

Hlustaðu ekki á skrílinn

ég færi ekki í stílinn

en það er andagiftin sem heldur um blýið.

Ég nota ekki hjartaprýði.

Draumar og upplifanir

sem og harmur allur

er sem útsýnispallur

yfir aðrar lendur

þar sem allt er fagurt.

 

Því skrifa ég í fjarskans fangi

fjarri mínu hugarangri

um það sem ekki er.

Finna má á sínu skinni

sá sem þetta les.

© 2023 by EDUARD MILLER. Proudly created with Wix.com

  • w-facebook
  • Twitter Clean
  • w-youtube
bottom of page